17.09.2014 13:00

Sauðamessa

Helgina 2.-4. október er haldin Sauðamessa í Borgarnesi.  Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

18.08.2014 12:09

Berjadagar

Það er ekkert smá gott verðrið núna í Borgarfirði, steikjandi sól og hiti. 
Sumarhúsið okkar er laust frá 21. ágúst.

11.08.2014 09:02

Sumarið

Það er aldeilis búið að vera fjörugt hjá okkur í sumar.  Sumarið búið að vera frábært fyrir utan nokkra rigninga daga í júlí.  Útlenginarnir eru ekkert að spá í veður eins og við Íslendingarnir.  Þeir eru komnir til að njóta náttúrunnar, kyrrðarinnar og fjallaloftsins.  Þeir sem eru að koma frá t.d. ítalíu og spáni er að flýja hitana í sínum löndum.  Sundlaugarnar hér á landi eru í miklu uppáhaldi og sérstaklega sundlaugin í Borgarnesi.

29.03.2014 15:55

Snæfellsnes

Við fjölskyldan tókum okkur einn dag og keyrðum út á Snæfellsnes síðasta sumar eins og við gerum á hverju sumri.  Byrjuðum á að skoða Arnarstapa, vá!!! hvað það er flottur staður. 
 
Síðan var stoppað á Hellnum og gengið niður í víkina þar og fengið sér kaffi og "meðí" í minnsta kaffihúsi á Íslandi.  Æðislegur staður!!! 

Því næst var farið á ströndina í Dritvík, hvílíkt landslag.  Við horfðum á nokkra hunda baða sig í sjónum og manni var ekki um sel er stóru öldurnar fleygðu þeim upp og niður, það lá við að við gátum ekki horft á þetta.  
Kellan náði sér í nokkrar Djúpalóns perlur til að smíða úr, ú..... hvað mig hlakkar til að bera þær með flottu silfri.

Að lokum snérum við heim á leið en á vegi okkar rétt við Hellnar er Vatnshellir, víð kíktum aðeins í munann á honum.      Örugglega rosalega gaman að skoða hann.

Því næst ættluðum við að skella okkur í heita hverinn rétt hjá Haffjarðará en þar var fólk fyrir svo að við ókum heim á leið aldeilis sæl og glöð með daginn.

Snæfellsnesið er algjör perla en þar er hægt að komast í annarlegt ástand bara með því að horfa á landslagið og allt það sem það býður upp á.
  • 1
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 137153
Samtals gestir: 52056
Tölur uppfærðar: 1.3.2015 08:14:04

Stóraborg

Farsími:

354 896-0675

Heimilisfang:

Stóraborg 2

Staðsetning:

Borgarfjörður

Tenglar