12.04.2014 09:03

Páskar

Húsið losnar á páskadag.

Í húsinu okkar eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 6 auk barnaferðarúms.

Húsið er eingöngu leigt til fjölskyldufólks.

29.03.2014 15:55

Snæfellsnes

Við fjölskyldan tókum okkur einn dag og keyrðum út á Snæfellsnes síðasta sumar eins og við gerum á hverju sumri.  Byrjuðum á að skoða Arnarstapa, vá!!! hvað það er flottur staður. 
 
Síðan var stoppað á Hellnum og gengið niður í víkina þar og fengið sér kaffi og "meðí" í minnsta kaffihúsi á Íslandi.  Æðislegur staður!!! 

Því næst var farið á ströndina í Dritvík, hvílíkt landslag.  Við horfðum á nokkra hunda baða sig í sjónum og manni var ekki um sel er stóru öldurnar fleygðu þeim upp og niður, það lá við að við gátum ekki horft á þetta.  
Kellan náði sér í nokkrar Djúpalóns perlur til að smíða úr, ú..... hvað mig hlakkar til að bera þær með flottu silfri.

Að lokum snérum við heim á leið en á vegi okkar rétt við Hellnar er Vatnshellir, víð kíktum aðeins í munann á honum.      Örugglega rosalega gaman að skoða hann.

Því næst ættluðum við að skella okkur í heita hverinn rétt hjá Haffjarðará en þar var fólk fyrir svo að við ókum heim á leið aldeilis sæl og glöð með daginn.

Snæfellsnesið er algjör perla en þar er hægt að komast í annarlegt ástand bara með því að horfa á landslagið og allt það sem það býður upp á.

15.09.2012 13:21

Orð gesta

Great stay at a great house in Southwest Iceland" 

We just returned to the states from a wonderful weeklong stay in Iceland. We were very fortunate to have stayed at the "red house" for 3 days to explore southwest Iceland. It's a great home, well equipped and well maintained. The views surrounding the house were awesome. We were traveling with our 1 year old granddaughter and had no problems as there was a crib and high chair provided for us.The location was great as there was ample things to see and do as a daytrip.The owners ,Erla and Bjorn, were very friendly and accomodating. If I were to return to Iceland, I would certainly stay here again as we loved the area. If you are traveling in this part of Iceland, I would recommend staying here as the house exceeds expectations. Larry Banks 

08.09.2012 12:45

Norðurljós og ber

Það kom okkur skemmtilega á óvart að himininn logaði af norðurljósum í gærkvöldi og stjörnurnar sáust mjög greinilega.  Það er ekkert eins æðislegt að fara í pottinn með öll ljós slökt og horfa á himininn í þessu ástandi.
Geðveik sýn!!!!

23.05.2012 22:45

Snæfellsnes

Það er aldeilis geggjað að fara dagsferð um Snæfellsnesið.  Skoða td. Búðir, Strandakirkju og Hellnar. Gjóa augunum til Snæfellsjökuls og drekka í sig orkuna frá honum. 
Það er alltaf gaman að koma í Bjarnarhöfn og fá sér vel kæstan hákarl og skoða kirkjuna á staðnum sem geymir alveg magnaða altaristöflu.  
Stykkishólmur er einn flottasti bær norðan Alpafjalla!!! fullt af skemmtilegum veitingastöðum, þar er Norska húsið sem selur skemmtilegt handverk. Toppurinn er að fara með Sæferðum í siglingu um Breiðafjörð. Þetta er aðeins brot af því sem hægt er að skoða er maður keyrir um Snæfellsnesið.
 
  • 1
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 117883
Samtals gestir: 46781
Tölur uppfærðar: 23.4.2014 00:20:32

Stóraborg

Farsími:

354 896-0675

Heimilisfang:

Stóraborg 2

Staðsetning:

Borgarfjörður

Tenglar